19. janúar, 2024
Allar fréttir

Unglingastigið sat fyrirlestur í gær á vegum Okkar heimur þar sem farið var yfir það hvernig það er að eiga foreldri eða aðstandanda sem glímir við geðrænan vanda. Þar horfðu þau meðal annars á stuttmyndina „Fíllinn í herberginu“ sem sýnir á myndrænan hátt hvernig aðstæður vilja oft verða þegar glímt er við geðrænan vanda og hvernig best er að takast á við þær aðstæður. Einnig er verið að ræða almennt um geðrænan vanda eins og kvíða, þunglyndi, átraskanir og fleira í umsjónartímum hjá hverjum bekk fyrir sig. Í næstu viku munu yngsta stig og miðstig einnig fara á þennan fyrirlestur sem haldinn er í sal skólans ásamt því að kennarar þeirra munu fara frekar yfir þessar umræður og útskýra betur fyrir þeim. Það er deildarstjóri velferðar Elín Matthildur Kristinsdóttir sem stýrir þessum viðburði.

 

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar varðandi þetta verkefni ásamt því að sjá stuttmyndina „Fíllinn í herberginu“ á vefsíðunni okkarheimur.is

Tengdar fréttir