19. febrúar, 2025
Allar fréttir

Febrúar hefur verið dansmánuður hjá okkur í Grunnsk. í Borgarnesi. Alla mánudaga og þriðjudaga í febrúar hefur Jón Pétur danskennari fengið til sín alla árganga í Óðal og hefur þá dansinn dunað. Jón Pétur Úlfljótsson er vel þekktur danskennari og mikill reynslubolti í dansheiminum og þá sérstaklega þegar kemur að því að fara í skóla landsins og kenna ungu fólki dans.

Danskennslan er dýrmæt, ekki bara ná nemendur vald á takti og danssporum heldur er stór partur af dansinum hópefli og eflir þar með færni ungs fólks í samskiptum og framkomu. Eitthvað sem er afar dýrmætt í nútíma samfélagi.

Tengdar fréttir