6. maí, 2024
Allar fréttir

Sjöundi bekkur í Grunnskólanum í Borgarnesi brá sér í betri fötin og skellti sér til Reykjavíkur þriðjudaginn 30. apríl í boði Faxaflóahafna. Okkur var boðið í sjóferð um sundin blá, en það er fræðsluferð sem grunnskólabörnum er boðið í. Okkur til mikillar ánægju breyttist ferðin óvænt því á vegi okkar sáum við hrefnur fyrir utan höfnina sem vakti mikla kátínu krakkanna. Síðan var siglt að Lundey en þar var hægt að sjá lunda, súlur, teistur og rítu svo eitthvað sé nefnt.

Þegar í land var komið var stefnan tekin á Skopp. Þar gátu krakkarnir hoppað í dágóðan tíma áður en allir enduðu daginn á að fylla magann með ljúffengum pizzum.

Allir fóru glaðir og sáttir heim eftir frábæra ferð.

Tengdar fréttir