19. september, 2025
Allar fréttir

Fimmtudaginn 4. september sl. hittust börn úr 1. – 4. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandsdeild.  Markmiðið var að kynnast betur, vinna saman og njóta þess að læra um náttúruna í fjölbreyttum verkefnum.

Nemendur voru settir í blandaða hópa og unnu ýmis þematengd verkefni tengd náttúrunni. Þar gafst þeim tækifæri til að læra af hvert öðru, spyrja spurninga og uppgötva nýja hluti á skapandi hátt. Í verkefnunum mátti meðal annars finna bæði leik og lærdóm og tókust börnin á við þau með miklum áhuga og krafti.

Að verkefnavinnunni lokinni settust allir saman að hádegisverði þar sem hlátrasköll og sögur fylltu matsalinn. Eftir matinn fóru hóparnir saman út á skólalóðina þar sem börnin léku sér saman.

Dagurinn tókst afar vel. Börnin stóðu sig frábærlega, nutu þess að vera saman og sum þeirra eignuðust jafnvel nýja vini. Það var ljóst að samveran styrkti vinaböndin og færði nemendum dýrmæta reynslu sem þau taka með sér inn í skólastarfið áfram.

Tengdar fréttir