10. júní, 2024
Allar fréttir

Þann 28. maí síðastliðinn lögðu nemendur 1.-3. bekkjar land undir fót og fóru í vorferð

Ferðinni var heitið í höfuðborgina þar sem fjölskyldu og húsdýragarðurinn var skoðaður. Veðrið lék við okkur og var dásamlegt að sjá hvað allir nutu sín vel. 

Fyrst voru dýrin skoðuð og að því loknu var hlaupið yfir í fjölskyldugarðinn þar sem nemendur fengu að leika sér og við grilluðum pylsur. Nokkrir nemendur tóku dýfu í tjörnina á meðan aðrir klifruðu í köstulum. Algjör draumaferð með skemmtilegum börnum.  

          

Tengdar fréttir