Nemendur í 9. og 10. bekk á Kleppjárnsreykjum hafa síðustu vikur verið að vinna að lokaverkefnum sínum í náttúrufræði. Tilgangur verkefnisins var að nemendur lærðu að vinna eftir vísindalegum vinnubrögðum og að setja upp sýna eigin tilraun eða rannsókn. Foreldrum og nemendum úr öðrum bekkjum var svo boðið á Vísindavökusýningu fimmtudaginn 30. maí sem lukkaðist stórvel.
Rannsóknarverkefni nemenda voru eftirfarandi:
Gúrkutrommur
Fílatannkrem
Eru fleiri dauðar flugur í lokuðum eða opnum gluggum?
Hefur það að borða óunninn mat jákvæð áhrif á líkamsástand?
Hvaða leiðir eru bestar til að ná góðum svefni?
Hvaða æfingar eru árangursríkastar til að ná auknum vöðvamassa?
Er sársaukaþröskuldur drengja og stúlkna mismunandi?
Er nauðsynlegt að þvo hárið reglulega?
Rannsókn á efnainnihaldi einstakra kúa
Er samhengi á milli liðleika og harðsperra?
Hver er meðal þyngdaraukning lamba?
Hvaða áhrif hefur sinubruni á gróðurframvindu?