1. desember, 2023
Allar fréttir

Föstudaginn 1. desemberLöng hefð er fyrir því í grunnskólanum Varmalandi  hefja aðventuna á kyndilgöngu nemenda upp að kletti og kveikja á jólastjörnunni sem svo lýsir upp skammdegið. Foreldrum var boðið með í gönguna og var fjölmenntÞegar kveikt hafði verið á stjörnunni sungu nemendur og foreldrar nokkur jólalög og renndu sér svo til baka í skólannþar sem boðið var upp á heitt súkkulaði og piparkökurÞar tóku nemendur lagið fyrir foreldra og sungu jólalög á íslensku og úkraínsku. Foreldrar fylgdu svo nemendum á hinar ýmsu föndurstöðvar í skólanum og nutu samverunnar fram  hádegi.  Góður dagur og góð byrjun á aðventunni. 

     

Tengdar fréttir

29. febrúar, 2024
Allar fréttir

Heimilisfræði á Varmalandi

Í vali á mið- og unglingastigi hafa nemendur verið að læra nýtingu matar, skoða íslenskar hefðir og almennt hreinlæti í kringum matargerð og bakstur. Þau hafa nýtt afgangs hafragraut til baksturs ásamt því að vera að baka lummur, vöfflur, muffins og fleira. Nemendur sýna verkefnunum mikinn áhuga og hafa notið þess að baka og njóta afraksturins.  

27. febrúar, 2024
Allar fréttir

Öskudagur

Skemmtilegur öskudagur var á Varmalandi þar sem nemendur og starfsmenn mættu í fjölbreyttum búningum. Haldið var öskudagsball í íþróttahúsinu þar sem farið var í leiki og kötturinn sleginn úr tunnunni. Starfsmenn mættu sem litakassi þar sem þau mættu í búningum í mismunandi litum.