6. desember, 2023
Allar fréttir
Undanfarin ár hefur Félag eldriborgara í Borgarfirði boðið nemendum úr Grunnskóla Borgarfjarðar að koma og flytja upplestur fyrir gesti.
Iðulega hefur upplesturinn verið í kringum dag íslenskrar tungu en að þessu sinni var farið 29. nóvember. Frá Hvanneyri fóru þeir Kiljan Kormákur og Indriði Björn, nemendur úr 5. bekk. Frá Kleppjárnsreykjum komu Ólafur Fannar, Atli og Emelía Eir nemendur úr 7. bekk og frá Varmalandi komu Hrafnhildur úr 3. bekk og Illia úr 4. bekk.
Allir stóðu sig með mikilli prýði og þökkum við kærlega fyrir boðið í Brún.