6. desember, 2023
Allar fréttir

Undanfarin ár hefur Félag eldriborgara í Borgarfirði boðið nemendum úr Grunnskóla Borgarfjarðar að koma og flytja upplestur fyrir gesti

Iðulega hefur upplesturinn verið í kringum dag íslenskrar tungu en  þessu sinni var farið 29. nóvember.  Frá Hvanneyri fóru þeir Kiljan Kormákur og Indriði Björn, nemendur úr 5. bekkFrá Kleppjárnsreykjum komu Ólafur Fannar, Atli og Emelía Eir nemendur úr 7. bekk og frá Varmalandi komu Hrafnhildur úr 3. bekk og  Illia úr 4. bekk 
Allir stóðu sig með mikilli prýði og þökkum við kærlega fyrir boðið í Brún.  

 

Tengdar fréttir

4. mars, 2024
Allar fréttir

Rafmagnsleysi á Kleppjárnsreykjum

Rafmagnslaust er á Kleppjárnsreykjum nú í morgunsárið en það verður skóli. Verið er að leita að bilun.

29. febrúar, 2024
Allar fréttir

Heimilisfræði á Varmalandi

Í vali á mið- og unglingastigi hafa nemendur verið að læra nýtingu matar, skoða íslenskar hefðir og almennt hreinlæti í kringum matargerð og bakstur. Þau hafa nýtt afgangs hafragraut til baksturs ásamt því að vera að baka lummur, vöfflur, muffins og fleira. Nemendur sýna verkefnunum mikinn áhuga og hafa notið þess að baka og njóta afraksturins.