29. mars, 2025
Allar fréttir

Upplestrarkeppni Vesturlands fór fram í Þinghamri á Varmalandi á dögunum. Átta efnilegir nemendur frá fjórum grunnskólum á Vesturlandi tóku þátt í keppninni og sýndu framúrskarandi hæfileika í upplestri. 

Þátttakendur komu frá Heiðarskóla, Grunnskólanum í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar og Auðarskóla. Hver og einn nemandi flutti sinn texta og ljóð að eigin vali. Það var greinilegt að nemendurnir höfðu lagt mikla vinnu í undirbúning sinn, sem endurspeglaðist í fagmannlegum flutningi þeirra. 

Dómnefndina skipuðu þrír reyndir einstaklingar: Ingibjörg Kristleifsdóttir, Birgir Hauksson og Sævar Jónsson. Verkefni þeirra reyndist afar krefjandi þar sem allir keppendur stóðu sig einstaklega vel. Eftir vandlega yfirferð og ígrundun komust dómararnir þó að niðurstöðu. 

Sigurvegari keppninnar var Sóley Rósa Sigurjónsdóttir úr Grunnskólanum í Borgarnesi,  í öðru sæti var Steinunn Vár Þórðardóttir úr Grunnskóla Borgarfjarðar, og þriðja sætið hlaut Haukur Logi Magnússon úr Heiðarskóla. Verðlaunin voru peningaverðlaun styrkt af Arion banka. Óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.  

 

Tengdar fréttir