13. apríl, 2024
Allar fréttir

Fimmtudaginn 11. apríl tóku nemendur í 7. bekk Kleppjárnsreykja- og Varmalandsdeildar þátt í Upplestrarkeppni GBF sem haldin var í Reykholtskirkju. Það voru 14 nemendur sem tóku þátt og stóðu þau sig með stakri prýði. Það voru síðan þau Bjarni Guðmundsson og Magnea Kristleifsdóttir sem sáu um að meta bestu lesarana. Helga Laufey og Georg voru valin til þess að fara fyrir hönd skólans í Upplestrarkeppni Vesturlands sem haldin verður í Auðarskóla í Búðardal í næstu viku, varamaður er Jónas Emil.

Tengdar fréttir