29. janúar, 2024
Allar fréttir

Þemadagar voru haldnir 24. – 26. janúar á Varmalandi þar sem yfirþemað var heilsuefling. Farið var í gönguferð og lært um heilbrigða og óheilbrigða lífshætti. Ræddum um tilfinningar og styrkleika ásamt því að spila saman, gera æfingar og margvíslegar mælingar fyrir heilsuna. Virkilega skemmtilegir dagar með nemendum í 1.-10. bekk sem einkenndust af samvinnu, elju og hjálpsemi.

Tengdar fréttir

4. mars, 2024
Allar fréttir

Rafmagnsleysi á Kleppjárnsreykjum

Rafmagnslaust er á Kleppjárnsreykjum nú í morgunsárið en það verður skóli. Verið er að leita að bilun.

29. febrúar, 2024
Allar fréttir

Heimilisfræði á Varmalandi

Í vali á mið- og unglingastigi hafa nemendur verið að læra nýtingu matar, skoða íslenskar hefðir og almennt hreinlæti í kringum matargerð og bakstur. Þau hafa nýtt afgangs hafragraut til baksturs ásamt því að vera að baka lummur, vöfflur, muffins og fleira. Nemendur sýna verkefnunum mikinn áhuga og hafa notið þess að baka og njóta afraksturins.