16. október, 2024
Allar fréttir

Þemadagar á Hvanneyri voru haldnir 8. – 10. október síðastliðinn. Unnið var með Fjölgreindakenningu Howards Gardner og voru viðfangsefnin því mjög fjölbreytt. Nemendum var skipt upp í fjóra hópa, þvert á aldursstig, sem þeir unnu með alla þrjá dagana að ólíkum viðfangsefnum sem öll komu á einhvern hátt inn á eitthvert svið kenningarinnar. Samvinna var svo rauði þráðurinn í þessu öllu saman og í sameiningu leystu þau verkefnin vel af hendi. Mjög skemmtilegir dagar og nemendur voru sannarlega sjálfum sér og skólanum til mikils sóma. 

                                                                   

 

Tengdar fréttir