8. nóvember, 2023
Allar fréttir

Þema dagar á Hvanneyri voru kallaðir Vinadagar. Nemendur unnu ýmis verkefni tengd vináttu og samskiptum. Þessi vinna var rauður þráður í öllu öðru skólastarfi þessa vikuna. Í íþróttum var t.d. farið í ýmsa leiki sem reyndu á samvinnu, hjálpsemi og styrk hópsins. Mikið var unnið með Vináttuverkefni Barnaheilla og að lokum bjuggu nemendur í 4. og 5.bekk til spil sem þau gáfu svo skólanum. Spilin eru flest sett upp í anda slönguspilsins en samt algjörlega þeirra hönnun. Þau sömdu nýjar reglur og ýmis verkefni sem þarf að inna af hendi lendi maður á tilteknum reitum. Þetta voru mjög skemmtilegir þemadagar sem einkenndust af gleði og samvinnu þvert á hópa.

Tengdar fréttir

4. mars, 2024
Allar fréttir

Rafmagnsleysi á Kleppjárnsreykjum

Rafmagnslaust er á Kleppjárnsreykjum nú í morgunsárið en það verður skóli. Verið er að leita að bilun.

29. febrúar, 2024
Allar fréttir

Heimilisfræði á Varmalandi

Í vali á mið- og unglingastigi hafa nemendur verið að læra nýtingu matar, skoða íslenskar hefðir og almennt hreinlæti í kringum matargerð og bakstur. Þau hafa nýtt afgangs hafragraut til baksturs ásamt því að vera að baka lummur, vöfflur, muffins og fleira. Nemendur sýna verkefnunum mikinn áhuga og hafa notið þess að baka og njóta afraksturins.