8. nóvember, 2023
Allar fréttir
Þema dagar á Hvanneyri voru kallaðir Vinadagar. Nemendur unnu ýmis verkefni tengd vináttu og samskiptum. Þessi vinna var rauður þráður í öllu öðru skólastarfi þessa vikuna. Í íþróttum var t.d. farið í ýmsa leiki sem reyndu á samvinnu, hjálpsemi og styrk hópsins. Mikið var unnið með Vináttuverkefni Barnaheilla og að lokum bjuggu nemendur í 4. og 5.bekk til spil sem þau gáfu svo skólanum. Spilin eru flest sett upp í anda slönguspilsins en samt algjörlega þeirra hönnun. Þau sömdu nýjar reglur og ýmis verkefni sem þarf að inna af hendi lendi maður á tilteknum reitum. Þetta voru mjög skemmtilegir þemadagar sem einkenndust af gleði og samvinnu þvert á hópa.