1. febrúar, 2024
Allar fréttir

Mánudaginn 29. janúar var haldin forkeppni Söngvarakeppni GBF þar sem tóku þátt 43 nemendur nemendur frá 4. – 10. bekk. Atriðin voru samtals 23 á mánudeginum og því var haldin forkeppni. Það voru 16 atriði sem komust síðan áfram í aðalkeppnina sem haldin var þriðjudagskvöldið 30. janúar. Nemendur stóðu sig með stakri prýði og voru kynnarnir Alex, Birna og Ólöf duglegir að halda stemningunni í salnum á milli laga. Dómarar að þessu sinni voru Ingibjörg Inga, Lísbet Inga og Ólafur Flosa. Í þriðja sæti voru Polina og Daria, í öðru sæti voru Erla Ýr og Steinunn Bjarnveig en sigurvegarar,  með Spice Girls lagið Wannabe, voru þær Lilja Karen, Steinunn Vár, Valgerður Karin og Þórdís Inga.

Á eftirfarandi myndum má sjá alla þátttakendur í söngvarakeppninni og efstu þrjú sætin.

Tengdar fréttir