1. febrúar, 2024
Allar fréttir

Mánudaginn 29. janúar var haldin forkeppni Söngvarakeppni GBF þar sem tóku þátt 43 nemendur nemendur frá 4. – 10. bekk. Atriðin voru samtals 23 á mánudeginum og því var haldin forkeppni. Það voru 16 atriði sem komust síðan áfram í aðalkeppnina sem haldin var þriðjudagskvöldið 30. janúar. Nemendur stóðu sig með stakri prýði og voru kynnarnir Alex, Birna og Ólöf duglegir að halda stemningunni í salnum á milli laga. Dómarar að þessu sinni voru Ingibjörg Inga, Lísbet Inga og Ólafur Flosa. Í þriðja sæti voru Polina og Daria, í öðru sæti voru Erla Ýr og Steinunn Bjarnveig en sigurvegarar,  með Spice Girls lagið Wannabe, voru þær Lilja Karen, Steinunn Vár, Valgerður Karin og Þórdís Inga.

Á eftirfarandi myndum má sjá alla þátttakendur í söngvarakeppninni og efstu þrjú sætin.

Tengdar fréttir

4. mars, 2024
Allar fréttir

Rafmagnsleysi á Kleppjárnsreykjum

Rafmagnslaust er á Kleppjárnsreykjum nú í morgunsárið en það verður skóli. Verið er að leita að bilun.

29. febrúar, 2024
Allar fréttir

Heimilisfræði á Varmalandi

Í vali á mið- og unglingastigi hafa nemendur verið að læra nýtingu matar, skoða íslenskar hefðir og almennt hreinlæti í kringum matargerð og bakstur. Þau hafa nýtt afgangs hafragraut til baksturs ásamt því að vera að baka lummur, vöfflur, muffins og fleira. Nemendur sýna verkefnunum mikinn áhuga og hafa notið þess að baka og njóta afraksturins.