4. apríl, 2025
Allar fréttir

Dagana 28. – 29. mars síðastliðinn tóku unglingarnir þátt í fjölbreyttum smiðjum. Smiðjurnar voru björgunarsmiðja, briddssmiðja, bifvélasmiðja, landmælingasmiðja, leiklistarsmiðja og pílusmiðja. Nemendur frá Auðarskóla og Reykhóla komu og tóku þátt með unglingastiginu okkar. Í smiðjunum kynntust nemendur starfinu í Björgunarsveitum, spiluðu bridds af miklum móð, gerðu við bremskukerfi í bifvélavirkjun, mældu skólalóðina og fleira í Landmælingum, kynntust pílu íþróttinni og settu upp litla söngleiki. Allir til fyrirmyndar og góður andi í hópnum.

Tengdar fréttir