12. október, 2024
Allar fréttir
Fyrri smiðjuhelgi skólaársins fór fram á Kleppjárnsreykjum dagana 4.og 5.október. Að venju komu nemendur frá Auðarskóla og Reykhólaskóla og tóku þátt í smiðjuvinnunni með nemendum Grunnskóla Borgarfjarðar. Smiðjuhelgi er haldin til að auka fjölbreytni í vali unglinganna í námi og einnig vegna þess að vikuleg stundatafla þeirra er einni kennslustund styttri en reglugerð kveður á um.
Að þessu sinni var unnið í fimm smiðjum: Körfuboltasmiðju, járnsmiðju, förðunarsmiðju, spilasmiðju og tónlistarsmiðju.