17. apríl, 2024
Allar fréttir

Dagana 12. og 13. apríl var smiðjuhelgi unglingastigs haldin á Varmalandi. Um smiðjuhelgi velja nemendur sér smiðjur eftir áhugasviði þeirra. Líkt og venja er þá komu Auðarskóli og Reykhólaskóli og tóku þátt í smiðjunum. Smiðjurnar voru fjölbreyttar en þar mátti sjá kvikmyndasmiðju, rafíþróttasmiðju, fótboltasmiðju, Landbúnaðar og búvísinda smiðju og björgunarsveitarsmiðju. Kennararnir voru allir ánægðir með nemendur sem kynntu síðan smiðjurnar sínar á laugardeginum fyrir foreldrum sínum áður en haldið var heim á leið.

Tengdar fréttir