14. júní, 2024
Allar fréttir

Skólaslit eru alltaf hátíðlegur viðburður. Nemendur mæta með foreldrum sínum og hlusta á vel valin orð Helgu Jensínu skólastjóra.

Nemendur fengu vitnisburðarmöppurnar sínar afhendar af umsjónarkennurum og viðurkenningar voru veittar fyrir framfarir í lestri. Nemendur sem eru að ljúka grunnskólagöngu sinni og hafa sýnt framúrskarandi árangur fá viðurkenningar. Einnig færir skólinn öllum nemendum sem eru að útskrifast birkitré að gjöf.

Á Hvanneyri kvöddu nemendur 5. bekkjar en þeir færa sig yfir á Kleppjárnsreyki næsta haust.  Á Kleppjárnsreykjum kvöddu nemendur 10. bekkjar en þeir fluttu ræðu, sungu frumsamið lag og færðu kennurum sínum gjafir við þessi tímamót.

Á Varmalandi kvöddu nemendur úr 4. til 10. bekk en breyting er á skólahaldi þar næsta vetur. Þeir nemendur sem ekki voru að ljúka grunnskólagöngu sinni munu halda á vit ævintýranna á  Kleppjárnsreykjum og í Borgarnesi.  Hjónin á Glitstöðum gáfu skólanum hátalara með þakklæti fyrir skólagöngu barna sinna sem var að ljúka eftir 25 ár. Kærar þakkir til þeirra hjóna á Glitstöðum.

Við þökkum fyrir gott samstarf í vetur og óskum öllum gleðilegs sumars.

 

Tengdar fréttir