
Grunnskóli Borgarfjarðar var settur mánudaginn 25. ágúst við stutta athöfn á öllum starfsstöðvum skólans þar sem nemendur fyrsta bekkjar voru boðnir velkomnir með því að fá afhenda rós frá vinabekkjum sínum.
Á Kleppjárnsreykjum fór athöfnin fram í íþróttahúsinu og fluttu Haukur og Sigvaldi nemendur úr 10.bekk tónlistaratriði. 6. bekkur afhenti fyrsta bekkjar nemendum rósir. Að því loknu fóru allir og hittu umsjónarkennara sína.
Á Varmalandi var hist í matsalnum og flutti Solveig, nemandi í 3. bekk, tónlistaratriði. Þá komu nemendur í fjórða bekk og afhendu nemanda í 1. bekk rós. Síðan tóku umsjónarkennarar við og fóru yfir mikilvæg mál í tengslum við skólaárið.
Á Hvanneyri hittust allir í Hafnarfjalli þar sem skólastjóri ávarpaði nemendur og foreldra. Nemendur úr 4. bekk færðu nemanda 1. bekkjar rós. Kennarar og deildarstjóri fóru yfir mál tengd komandi skólaári og að því loknu var öllum nemendum afhendar stundatöflur.