12. maí, 2025
Allar fréttir

Miðvikudaginn 7. maí tók GBF þátt í Skólahreysti. Liðið var skipað þeim Heiðari Smára Ísgeirssyni ,Kristínu Eir Hauksdóttur Holaker, Sesselju Narfadóttur og Sigvalda Þór Bjarnasyni. Varamenn voru þau Erla Ýr Pétursdóttir og Kristján Páll Hafdísarson auk þess sem Guðmundur Þór Eggertsson var hópnum innan handar. Íris Grönfeldt hefur haldið utan um æfingar hópsins í vetur, líkt og áður, en nemendum 8.-10. bekkjar býðst að koma á Skólahreystisæfingar á mánudögum í Borgarnesi. Úr þeim æfingahópi er keppnishópurinn svo valinn. Fríður hópur nemenda úr 7.-10. bekk fylgdi keppnisliðinu og stóðu báðir hópar sig vel, bæði keppendur og stuðningsfólk.