22. apríl, 2024
Allar fréttir

Keppni í Skólahreysti þetta árið hófst miðvikudaginn 17. apríl í Laugardalshöll.  Krakkarnir í Grunnskóla Borgarfjarðar stóðu sig frábærlega og enduðu í öðru sæti og eiga enn möguleika á að komast í úrslit sem haldin verða í höllinni 25. maí n.k. Þar keppa sigurvegar allra 8 riðlanna og auk þess eru fjögur uppbótarsæti.

Keppendur Gbf. voru. Upphífingar / Dýfur : Kristján Karl Hallgrímsson.  Armbeygjur / Hreystigreip: Steinunn Bjarnveig Blöndal. Hraðaþraut: Ólöf Sesselja Kristófersdóttir og Hlynur Blær Tryggvason. Varamenn: Kristín Eir Hauksdóttir Holaker og Guðmundur Heiðar Eyjólfsson.

Fjölmargir stuðningsmenn fylgdu keppendum í Laugardalshöllina til þess að hvetja þau til dáða á keppnisdaginn.

Tengdar fréttir