Vikuna 9.-13. september dvaldi 9. bekkur Grunnskóla Borgarfjarðar í skólabúðum í Vindáshlíð þar sem Jurgen, sem er gjarnan kenndur við Laugar, sér um skipulag og dagskrá. Frá GBF fóru 11 nemendur, ásamt þeim voru nemendur úr samstarfsskólunum á Vesturlandi, Grunnskólanum í Borgarnesi, Auðarskóla, Heiðarskóla og Grunnskólanum á Reykhólum.
Nemendum var skipt í 2 hópa, rauða liðið og bláa liðið. Þessir hópar söfnuðu stigum með frammistöðum í kennslustundum alla vikuna sem endaði síðan með lokakeppni á fimmtudagskvöldinu þar sem liðin öttu kappi í alls kyns þrautum og leikjum.
Yfirskrift búðanna er kurteisi, umburðarlindi og virðing. Jurgen lagði mikla áherslu á þessa þætti og samvinnu í öllum leikjum og kennslustundum og hafa nemendurnir án nokkurs efa lært mikið þessa vikuna á hvort annað og sjálfa sig.
Allir nemendur fóru sáttir heim á föstudaginn eftir góða dvöl í Vindáshlíð.