25. júlí, 2025
Allar fréttir

Þann 28. maí síðastliðinn fóru nemendur í 4.–6. bekk í skemmtilega vettvangsferð að Eldborg. Ferðin er tenging við náttúrufræðikennslu og tilefni til að kynnast jarðfræði Íslands með lifandi og áhugaverðum hætti.
Gengið var upp að Eldborgargígnum og fengu nemendur að skoða þetta áhrifamikla náttúrufyrirbæri.
Eftir gönguna var haldið að Snorrastöðum þar sem nemendur fengu að hitta kiðlingana og skoða dýrin á bænum, sem vakti mikla lukku. Að sjálfsögðu voru grillaðar pylsur í hádeginu og nutu allir góðs af góðu veðri og glaðværð í hópnum.
Ferðin heppnaðist afar vel og nemendur stóðu sig með mikilli prýði. Svona dagar eru ómetanlegir bæði fræðandi, skemmtilegir og styrkja bæði félagslega samveru og áhuga á náminu.