9. október, 2023
Allar fréttir
Nemendur í 4. og 5. bekk í Grunnskóla Borgarfjarðar skelltu sér í Skauta- og menningarferð þann 8. mars. Sameinuðust nemendur allra deilda í rútu og keyrðu saman til Reykjavíkur. Þar fór 5. bekkur í Vísindasmiðju HÍ þar sem þau fengu að prófa fjölbreytta hluti tengdum vísinum. 4. bekkur fór á Þjóðminjasafnið þar sem þau skoðuðu gamla muni og kynntu sér íslenska þjóðhætti – það sem stóð þó upp úr var að þau fengu að handleika lykilinn að skápnum úr Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Að loknum þessum heimsóknum var farið í Skautahöllina í Laugardal þar sem nemendur nærðust á pizzum áður en þau skelltu sér á skauta.