9. október, 2023
Allar fréttir

Nemendur í 4. og 5. bekk í Grunnskóla Borgarfjarðar skelltu sér í Skauta- og menningarferð þann 8. mars. Sameinuðust nemendur allra deilda í rútu og keyrðu saman til Reykjavíkur. Þar fór 5. bekkur í Vísindasmiðju HÍ þar sem þau fengu að prófa fjölbreytta hluti tengdum vísinum. 4. bekkur fór á Þjóðminjasafnið þar sem þau skoðuðu gamla muni og kynntu sér íslenska þjóðhætti – það sem stóð þó upp úr var að þau fengu að handleika lykilinn að skápnum úr Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Að loknum þessum heimsóknum var farið í Skautahöllina í Laugardal þar sem nemendur nærðust á pizzum áður en þau skelltu sér á skauta.

Tengdar fréttir

4. mars, 2024
Allar fréttir

Rafmagnsleysi á Kleppjárnsreykjum

Rafmagnslaust er á Kleppjárnsreykjum nú í morgunsárið en það verður skóli. Verið er að leita að bilun.

29. febrúar, 2024
Allar fréttir

Heimilisfræði á Varmalandi

Í vali á mið- og unglingastigi hafa nemendur verið að læra nýtingu matar, skoða íslenskar hefðir og almennt hreinlæti í kringum matargerð og bakstur. Þau hafa nýtt afgangs hafragraut til baksturs ásamt því að vera að baka lummur, vöfflur, muffins og fleira. Nemendur sýna verkefnunum mikinn áhuga og hafa notið þess að baka og njóta afraksturins.