7. desember, 2023
Allar fréttir

Föstudaginn 1. desember var dagur tónlistarinnar og af því tilefni var eflt til samsöngs á landinu öllu. Nemendur á Kleppjárnsreykjum lögðu sitt af mörkum við sönginn og mættu þau öll í matsalinn og tóku þátt í átakinu. Sungið var lagið Það vantar spýtur eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur en hún varð 70 ára á þessu ári. Nemendur sungu með mikilli upplifun og skemmtu sér vel.

Tengdar fréttir

4. mars, 2024
Allar fréttir

Rafmagnsleysi á Kleppjárnsreykjum

Rafmagnslaust er á Kleppjárnsreykjum nú í morgunsárið en það verður skóli. Verið er að leita að bilun.

29. febrúar, 2024
Allar fréttir

Heimilisfræði á Varmalandi

Í vali á mið- og unglingastigi hafa nemendur verið að læra nýtingu matar, skoða íslenskar hefðir og almennt hreinlæti í kringum matargerð og bakstur. Þau hafa nýtt afgangs hafragraut til baksturs ásamt því að vera að baka lummur, vöfflur, muffins og fleira. Nemendur sýna verkefnunum mikinn áhuga og hafa notið þess að baka og njóta afraksturins.