31. desember, 2025
Allar fréttir

Í desember ár hvert hafa nemendur Hvanneyrardeildar unnið góðgerðaverkefni. Í ár saumuðu nemendur jólapoka undir jólagjafir og seldu á kaffihúsinu sem haldið var í skólanum 1.desember. Markmið sölunnar er að láta ágóðann renna í góðgerðamál í héraði. Nemendur sammældust um að láta ágóðann renna til verkefnisins Samhugur í Borgarbyggð. Söfnuðust rúmlega 30.000kr sem nemendur færðu Margréti sem er einn af skipuleggjendum verkefnisins.