5. maí, 2024
Allar fréttir
Opið hús var hjá Grunnskóla Borgarfjarðar fimmtudaginn 2. maí. Tilefnið var Barnamenningarhátíð Borgarbyggðar og að með þessu vilja nemendur og starfsmenn kynna skólann sinn fyrir fólkinu í kringum sig, foreldrum og samfélaginu. Þónokkrir gestir létu sjá sig gengu um skólann og skoðuðu það sem fyrir augum bar. Nemendur úr Tónlistarskólanum spiluðu á píanó, gítar, ukuleh og sungu. Einnig má benda á sýningu á nokkrum verkum nemenda er til sýnis í Safnahúsinu næstu tvær vikurnar og hvetjum við fólk til þess að kíkja á verkin.