21. desember, 2025
Allar fréttir

Nemendur Varmalandsdeildar ásamt börnum úr leikskólanum Hraunborg lögðu leið sína í skóginn í vikunni til að velja jólatré sem prýða á aðkomu skólans í desember. Gangan var bæði skemmtileg og fræðandi og nutu börnin þess að kanna skóginn og ræða saman um hvaða tré hentaði best.

Eftir nokkra umhugsun fundu þau hið fullkomna tré og hjálpuðust að við að flytja það að skólanum. Nú hefur verið komið fyrir fallegum ljósum á trénu og lýsir það upp skólalóðina á þessum dimmu vetrarmánuðum. 

Jólatréð hefur þegar vakið mikla lukku meðal nemenda, starfsmanna og gestkomandi og skapar hlýlega og hátíðlega stemningu við inngang skólans. Þetta er kærkomin hefð sem styrkir samveru, gleði og tengsl barnanna við náttúruna. 

Tengdar fréttir