25. september, 2025
Allar fréttir

Nemendur við Grunnskóla Borgarfjarðar, Varmalandsdeild, fengu að kíkja í Þverárrétt mánudaginn 15. september ásamt kennurum sínum.
Þar kynntust þau hefðbundnum sveitastörfum og tóku sjálf þátt í verkinu.
Sumir nemendur reyndu fyrir sér við að aðstoða bændur við að draga fé í dilka, á meðan aðrir fylgdust með af áhuga og lærðu um skipulag og framkvæmd réttarstarfanna. Mikil gleði ríkti meðal hópsins og þó að sumum þætti starfið krefjandi, voru allir sammála um aðupplifunin var bæði skemmtileg og fróðleg.
Kennarar töldu að ferðin hefði verið dýrmæt reynsla fyrir nemendur, þar sem þeir fengu innsýn í íslenskan búskap, menningu og samfélagslega hefð sem hefur verið hluti af lífinu í sveitum í aldir.