1. desember, 2024
Allar fréttir
Í svartasta skammdeginu í lok nóvember safnast nemendur á Kleppjárnsreykjum saman og kveikja á jólaljósunum sem prýða svo skólann til jólaloka.Nemendur af unglingastigi lesa ljóðið Hátíð fer að höndum ein, nokkur lög eru sungin og svo fara yngsti og elsti nemandi skólans og tendra ljósin .Þetta er hefð sem Ása Hlín kennari kom á fyrir mörgum árum og er haldin til að minna okkur á að skammdegið víkur fyrir birtunni.