22. desember, 2023
Allar fréttir

Síðasti dagur fyrir jólafrí er alltaf hress og skemmtilegur. Nemendur og starfsmenn mæta prúðbúnir í skólann. Njóta þess að föndra, syngja, hlusta á jólasögur, skrifa á jólakort, dansa í kringum jólatré, borða góðan mat, möndlugjafir og margt fleira. Að lokinni skemmtun er farið heim þar sem jólafríið tekur við og mæta galvaskir nemendur  í skólann aftur á nýju ári þann 3. janúar 2024.

Tengdar fréttir

4. mars, 2024
Allar fréttir

Rafmagnsleysi á Kleppjárnsreykjum

Rafmagnslaust er á Kleppjárnsreykjum nú í morgunsárið en það verður skóli. Verið er að leita að bilun.

29. febrúar, 2024
Allar fréttir

Heimilisfræði á Varmalandi

Í vali á mið- og unglingastigi hafa nemendur verið að læra nýtingu matar, skoða íslenskar hefðir og almennt hreinlæti í kringum matargerð og bakstur. Þau hafa nýtt afgangs hafragraut til baksturs ásamt því að vera að baka lummur, vöfflur, muffins og fleira. Nemendur sýna verkefnunum mikinn áhuga og hafa notið þess að baka og njóta afraksturins.