14. nóvember, 2024
Allar fréttir
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fdev.borgarbyggd.is%2Fgbf%2Fwp-content%2Fuploads%2Fsites%2F6%2F2024%2F11%2F20241114_114219-scaled.jpg&w=1280&q=75)
Mikil gleði ríkir á Varmalandi þar sem leikskólinn Hraunborg hefur nú hafið starfsemi sína á Varmalandi en var áður á Bifröst. Aðstaðan er til fyrirmyndar eftir að verktakar luku störfum. Leikskólinn er kærkomin viðbót við námsumhverfi grunnskólans og hefur þegar aukið fjölbreytileika og líf í skólanum, sérstaklega á kaffistofu starfsmanna.
Kennarar grunnskólans hafa sýnt mikinn áhuga á starfsemi leikskólans og hafa þegar heimsótt hann til að sækja innblástur og „stela“ góðum hugmyndum. Starfsfólk leikskólans launaði svo góðar móttökur með kökuveislu á kaffistofunni.
Það er ljóst að leikskólinn Hraunborg er kærkomin viðbót við Varmaland og mun eflaust auka enn frekar á líf og fjör í skólanum.