Nemendur fjórða og fimmta bekkjar hafa undanfarna daga verið að sá kryddjurtum í skólanum. Þau eru að rækta myntu, basiliku, dill, kóríander og steinselju. Hver og einn nemandi sáði fyrir tveimur kryddjurtum og það hefur verið spennandi að fylgjast með hvaða kryddjurtir eru fljótastar að stinga upp kollinum og þar hefur basilikan áberandi yfirburði. Við erum búin að skoða hversu mikla mold þarf í pottinn, hversu djúpt fræin eiga að fara og hversu mikiðþurfi að vökva. Þau setja svo plastfilmu yfir hvern pott til að mynda einskonar “gróðurhús”og nýtum þannig hringrás vatns og búum til sjálfvökvunarkerfi í vistkerfi blómapottsins. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og þau öll mjög áhugasöm um þetta. Við byrjum hvern dag á að kíkja í pottana og sjá hvort eitthvað sé að stinga upp kollinum. Í lok skóla taka nemendur svo sínar kryddjurtir með heim og nota þær í einhverja gómsæta matseld í sumar.