3. desember, 2023
Allar fréttir

1.desember ár hvert bjóða nemendur Hvanneyrardeildar sínu nánasta fólki á kaffihús. Býðst gestum að kaupa súpu, brauð og smákökur. Nemendur þjóna til borðs á meðan gestir láta fara vel um sig í notalegu umhverfi. Í ár saumuðu nemendur 5. bekkjar fjölnota jólapoka og seldu til styrktar góðu málefni. Efnið sem nýtt var í pokana voru gamlir dúkar og gardínur sem staðarbúar færðu skólanum.

Nemendur buðu einnig upp á hátíðleg söngatriði við mikið lof áheyrenda.       

Tengdar fréttir

4. mars, 2024
Allar fréttir

Rafmagnsleysi á Kleppjárnsreykjum

Rafmagnslaust er á Kleppjárnsreykjum nú í morgunsárið en það verður skóli. Verið er að leita að bilun.

29. febrúar, 2024
Allar fréttir

Heimilisfræði á Varmalandi

Í vali á mið- og unglingastigi hafa nemendur verið að læra nýtingu matar, skoða íslenskar hefðir og almennt hreinlæti í kringum matargerð og bakstur. Þau hafa nýtt afgangs hafragraut til baksturs ásamt því að vera að baka lummur, vöfflur, muffins og fleira. Nemendur sýna verkefnunum mikinn áhuga og hafa notið þess að baka og njóta afraksturins.