20. desember, 2025
Allar fréttir

Þann 4.desember föndruðu nemendur á Kleppjárnsreykjum allskyns jólaskraut og annað jólatengt. Unnið var á sjö stöðvum í skólanum og boðið uppá að perla jólamyndir, klippa jólastjörnur, baka og skreyta piparkökur, gera músastiga, leita að jólasveininum, gera keðjukarla úr kartoni, jólabjöllur, og jólastjörnur. Mikil gleði og stemmning.

