9. nóvember, 2023
Allar fréttir

Nemendur Varmalandsdeildar hafa verið að vinna að verkefninu Jól í skókassa. Fjölskyldur nemenda hjálpuðu starfsmönnunum við að koma með hluti til að fylla í pakkana. Nemendur skiptu síðan hlutunum samviskusamlega á milli jólapakka þannig að verið væri að fylgja þeim fyrirmælum sem eru í kringum verkefnið. Nemendur settu hluti í sjö kassa fyrir fjölbreyttan aldur og kyn, síðan fer afgangur til KFUM/KFUK sem sjá um verkefnið, því stundum vantar ákveðna hluti í kassana sem er skilað inn til þeirra. Starfsmenn Varmalandsdeildar þakka foreldrum kærlega fyrir aðstoðina við verkefnið Jól í skókassa.

Tengdar fréttir

4. mars, 2024
Allar fréttir

Rafmagnsleysi á Kleppjárnsreykjum

Rafmagnslaust er á Kleppjárnsreykjum nú í morgunsárið en það verður skóli. Verið er að leita að bilun.

29. febrúar, 2024
Allar fréttir

Heimilisfræði á Varmalandi

Í vali á mið- og unglingastigi hafa nemendur verið að læra nýtingu matar, skoða íslenskar hefðir og almennt hreinlæti í kringum matargerð og bakstur. Þau hafa nýtt afgangs hafragraut til baksturs ásamt því að vera að baka lummur, vöfflur, muffins og fleira. Nemendur sýna verkefnunum mikinn áhuga og hafa notið þess að baka og njóta afraksturins.