9. nóvember, 2023
Allar fréttir
Nemendur Varmalandsdeildar hafa verið að vinna að verkefninu Jól í skókassa. Fjölskyldur nemenda hjálpuðu starfsmönnunum við að koma með hluti til að fylla í pakkana. Nemendur skiptu síðan hlutunum samviskusamlega á milli jólapakka þannig að verið væri að fylgja þeim fyrirmælum sem eru í kringum verkefnið. Nemendur settu hluti í sjö kassa fyrir fjölbreyttan aldur og kyn, síðan fer afgangur til KFUM/KFUK sem sjá um verkefnið, því stundum vantar ákveðna hluti í kassana sem er skilað inn til þeirra. Starfsmenn Varmalandsdeildar þakka foreldrum kærlega fyrir aðstoðina við verkefnið Jól í skókassa.