19. apríl, 2024
Allar fréttir

Nemendur og starfsmenn Varmalandsdeildar buðu foreldrum, leikskóla og skólaþjónustu og sveitastjórn Borgarbyggðar til hátíðar föstudaginn 19. apríl. Tilefnið var að Landvernd afhenti umhverfisnefnd Varmalandsdeildar glænýjan Grænfána en það er í sjötta sinn sem honum er flaggað á Varmalandi. Nemendur og starfsmenn hafa unnið ötullega að því að efla umhverfismennt í skólanum. Hamingjuóskir með Grænfánann.

Tengdar fréttir