2. nóvember, 2023
Allar fréttir

Fjölgreindarleikar voru haldnir á Varmalandi miðvikudaginn 25. október. Í boði voru ýmsar stöðvar í tengslum við fjölgreindirnar. Sem dæmi má nefna tónlistarstöð, baunapokakast, umhverfisstöð, spilastöð, píramýdastöð, tangramstöð og réttindaskólastöð. Að þessu sinni var foreldrum boðið að taka þátt með nemendum og var gaman að sjá þá taka þátt í verkefnunum. Nemendum var blandð í hópa þvert á aldur og foreldrum síðan dreift á hópana. Hóparnir fengu síðan stig eftir hverja þraut og var það hópur 1 sem vann Fjölgreindarleikana.

 

Tengdar fréttir

4. mars, 2024
Allar fréttir

Rafmagnsleysi á Kleppjárnsreykjum

Rafmagnslaust er á Kleppjárnsreykjum nú í morgunsárið en það verður skóli. Verið er að leita að bilun.

29. febrúar, 2024
Allar fréttir

Heimilisfræði á Varmalandi

Í vali á mið- og unglingastigi hafa nemendur verið að læra nýtingu matar, skoða íslenskar hefðir og almennt hreinlæti í kringum matargerð og bakstur. Þau hafa nýtt afgangs hafragraut til baksturs ásamt því að vera að baka lummur, vöfflur, muffins og fleira. Nemendur sýna verkefnunum mikinn áhuga og hafa notið þess að baka og njóta afraksturins.