2. nóvember, 2023
Allar fréttir
Á þriðjudag í síðustu viku voru fjölgreindarleikar á Kleppjárnsreykjum. Allir bekkir tóku þátt og voru nemendur settir í lið þvert á stig, svo í hverju liði voru nemendur úr yngsta, mið- og unglingastigi. Leikarnir heppnuðust mjög vel og voru allar þrautirnar inni í íþróttahúsi vegna veðurs.
Keppt var í ýmsum þrautum: tónlistarkahoot, byggja hæsta turninn úr kaplakubbum, raða tölum í rétta röð, dýra- og plöntugreining, boðsund og stafaleikur.
Nemendur tóku flest allir þátt og var mikið fjör og gaman.

Tengdar fréttir