2. nóvember, 2023
Allar fréttir
Á þriðjudag í síðustu viku voru fjölgreindarleikar á Kleppjárnsreykjum. Allir bekkir tóku þátt og voru nemendur settir í lið þvert á stig, svo í hverju liði voru nemendur úr yngsta, mið- og unglingastigi. Leikarnir heppnuðust mjög vel og voru allar þrautirnar inni í íþróttahúsi vegna veðurs.
Keppt var í ýmsum þrautum: tónlistarkahoot, byggja hæsta turninn úr kaplakubbum, raða tölum í rétta röð, dýra- og plöntugreining, boðsund og stafaleikur.
Nemendur tóku flest allir þátt og var mikið fjör og gaman.

Tengdar fréttir

29. febrúar, 2024
Allar fréttir

Heimilisfræði á Varmalandi

Í vali á mið- og unglingastigi hafa nemendur verið að læra nýtingu matar, skoða íslenskar hefðir og almennt hreinlæti í kringum matargerð og bakstur. Þau hafa nýtt afgangs hafragraut til baksturs ásamt því að vera að baka lummur, vöfflur, muffins og fleira. Nemendur sýna verkefnunum mikinn áhuga og hafa notið þess að baka og njóta afraksturins.  

27. febrúar, 2024
Allar fréttir

Öskudagur

Skemmtilegur öskudagur var á Varmalandi þar sem nemendur og starfsmenn mættu í fjölbreyttum búningum. Haldið var öskudagsball í íþróttahúsinu þar sem farið var í leiki og kötturinn sleginn úr tunnunni. Starfsmenn mættu sem litakassi þar sem þau mættu í búningum í mismunandi litum.