11. febrúar, 2025
Allar fréttir

Þær Lára María og Dúdda, skólahjúkrunarfræðingar, heimsóttu nemendur í 8. og 10. bekk með endurlífgunarfræðslu í tilefni 1-1-2 dagsins þann 11. febrúar. Nemendur fengu fræðslu um hvað eigi að gera komi þau að einstakling sem sé meðvitundarlaus. Þau fengu einnig tækifæri til að æfa hjartahnoð og læra sígild dægurlög sem hjálpa til við að halda réttum takti. Frábær heimsókn til að skerpa á mjög nauðsynlegri þekkingu.