26. desember, 2024
Allar fréttir
Nemendur 9. og 10. bekkja hafa í desember verið að læra um erfðir og DNA. Hluti af því hefur verið að læra um uppbyggingu erfðaefnisins og áttu nemendur að útbúa mynd eða módel af DNA. Það er óhætt að segja að nemendur hafi gert verkefnin að sínum en ásamt því að gera nákvæm myndverk var margvíslegur efniviður notaður. T.d. afgangur af steypustyrktarjárni, sogrör, pringlesdós, nammi og garnafgangar.