31. mars, 2025
Allar fréttir

Fjórtándi dagur marsmánaðar hefur verið nefndur dagur stærðfræðinnar, bæði er ritháttur dagsins á ensku 3.14 sem er byrjunin á pí en einnig er það fæðingardagur Albert Einstein. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur svo bætt við og fest hann sem alþjóðadag svefnsins.
Á Kleppjárnsreykjum var þessi dagur haldinn hátíðlegur með náttfatadegi, bæði nemendur og starfsfólk mætti þá í sínu þægilegasta pússi. Í lok dags spreyttu nemendur sig svo á léttri stærðfræði- dulmálsþraut þar sem þau fengu svar við spurningunni; Hvernig veiðir maður saltfisk?
Skemmtilegur dagur því hvað er betra en að glíma við stærðfræði, á náttfötunum?