8. mars, 2025
Allar fréttir

Frá árinu 1999 hefur dagur móðurmálsins verið haldinn, að frumkvæði UNESCO. Í Grunnskóla Borgarfjarðar erum við með fjölbreyttan nemendahóp en í hópi okkar 170 nemenda eru töluð tíu tungumál. Á þemadögum í janúar lituðu nemendur á Kleppjárnsreykjum fána sem tákna móðurmál eða þjóðerni nemenda skólans og prýða fánarnir nú forstofu nemenda. Gleðilegan dag móðurmálsins!

Tengdar fréttir