22. nóvember, 2023
Allar fréttir
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur 16. nóvember, sem jafnframt er fæðingardagur fjölfræðingsins og skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Í tilefni dagsins, lásu eldri nemendur fyrir þá yngri og svo sungum við lagið Íslenska er okkar mál – sem það sannarlega er, hvort sem við höfum talað íslenskuna frá blautu barnsbeini eða numið hana síðar. Það er okkar lífstíðarverkefni að rækta tungumálið okkar og erfa það áfram til næstu kynslóðar. Það gerum við fyrst og fremst með því að tala við börnin okkar og lesa með þeim.