8. september, 2025
Allar fréttir

Nemendur á Varmalandi skelltu sér í berjamó í lok ágúst. Farið var í nálægar lautir þar sem týnd voru bæði krækiber og bláber. Veðrið lék við hópinn og allir tóku virkan þátt.

Afurðin verður svo nýtt í kennslustundum í heimilisfræði í vetur þar sem nemendur nýta berin til að búa til ýmislegt girnilegt.

Með þessu læra nemendur ekki aðeins að nýta afurðir úr náttúrunni heldur kynnast einnig íslenskum matarhefðum á skemmtilegan hátt.

Tengdar fréttir