29. nóvember, 2024
Allar fréttir
Barnaþing Grunnskóla Borgarfjarðar var haldið í Þinghamri á Varmalandi föstudaginn 22.nóvember.Að þessu sinni fékk skólinn afhenta viðurkenningu sem Réttindaskóli Unicef við hátíðlega athöfn. Réttindaráðið, sem er skipað nemendum úr öllum námshópum í skólanum hefur unnið ötullega að því að ná þessu markmiði undir dyggri leiðsögn kennaranna Elísabetar og Önnu Dísar. Á þinginu unnu nemendur í hópum þvert á aldur og ræddu spurningarnar: Hvaða breytingar viljið þið sjá í skólanum ykkar ? og Hvernig er hægt að fræða fullorðið fólk um barnasáttmálann og réttindi barna ?. Þetta er í annað sinn sem slíkt þing er haldið og er það liður í vinnu skólans í tengslum við Réttindaskóla Unicef.