20. nóvember, 2023
Allar fréttir

Fyrsta Barnaþing Grunnskóla Borgarfjarðar var haldið í Þinghamri á alþjóðlegum réttindadegi barna í dag, 20.nóvember. Stefán Broddi sveitastjóri Borgarbyggðar kom og setti þingið. Næst á eftir honum fengum við pepp myndband frá Ævari vísindamanni sem er Sendiherra Unicef á Íslandi og fyrrverandi nemandi við skólann. Eftir honum kom í pontu Lilja Rannveig yngsta alþingiskona sem situr á þingi í dag og er hún líka fyrrverandi nemandi við skólann. Hún sagði frá því hvernig hægt er að hrinda af stað breytingum með því að láta í sér heyra.

Eftir það var unnið á borðum með tvær greinar Barnasáttmálans 19.grein – Vernd gegn ofbeldi og 22.grein – Börn sem flóttamenn. Þessar greinar standa okkur nærri í dag og voru valdar í haust af nemendum úr Réttindaráði til að vinna með. Nemendur voru duglegir á borðum sínum og fengu síðan næringarpásu þar sem einnig var dansað áður en haldið var áfram.

Þingið var frábært og verður unnið úr niðurstöðum á næstu dögum.

Tengdar fréttir