20. nóvember, 2023
Allar fréttir

Fyrsta Barnaþing Grunnskóla Borgarfjarðar var haldið í Þinghamri á alþjóðlegum réttindadegi barna í dag, 20.nóvember. Stefán Broddi sveitastjóri Borgarbyggðar kom og setti þingið. Næst á eftir honum fengum við pepp myndband frá Ævari vísindamanni sem er Sendiherra Unicef á Íslandi og fyrrverandi nemandi við skólann. Eftir honum kom í pontu Lilja Rannveig yngsta alþingiskona sem situr á þingi í dag og er hún líka fyrrverandi nemandi við skólann. Hún sagði frá því hvernig hægt er að hrinda af stað breytingum með því að láta í sér heyra.

Eftir það var unnið á borðum með tvær greinar Barnasáttmálans 19.grein – Vernd gegn ofbeldi og 22.grein – Börn sem flóttamenn. Þessar greinar standa okkur nærri í dag og voru valdar í haust af nemendum úr Réttindaráði til að vinna með. Nemendur voru duglegir á borðum sínum og fengu síðan næringarpásu þar sem einnig var dansað áður en haldið var áfram.

Þingið var frábært og verður unnið úr niðurstöðum á næstu dögum.

Tengdar fréttir

4. mars, 2024
Allar fréttir

Rafmagnsleysi á Kleppjárnsreykjum

Rafmagnslaust er á Kleppjárnsreykjum nú í morgunsárið en það verður skóli. Verið er að leita að bilun.

29. febrúar, 2024
Allar fréttir

Heimilisfræði á Varmalandi

Í vali á mið- og unglingastigi hafa nemendur verið að læra nýtingu matar, skoða íslenskar hefðir og almennt hreinlæti í kringum matargerð og bakstur. Þau hafa nýtt afgangs hafragraut til baksturs ásamt því að vera að baka lummur, vöfflur, muffins og fleira. Nemendur sýna verkefnunum mikinn áhuga og hafa notið þess að baka og njóta afraksturins.