22. mars, 2024
Allar fréttir

Fimmtudaginn 21. mars var haldin árshátíð Varmalandsdeildar. Nemendur yngsta stigsins fluttu fornt íslenskt leikrit sem heitir Kolrassa krókríðandi með nútímalegu tvisti. Nemendur á miðstigi og unglingastigi voru með yfirþemað Draumar geta ræst þar sem þau fóru sköpunarleiðina og tjáðu sig í gegnum söng og dans. Kynnarnir sáu um að allir voru með á nótunum þar sem þau kynntu dagskrána bæði á íslensku og úkraínsku. Frábær mæting var á svæðið og góður endir var á dagskránni með fjáröflunarkaffi 10. bekkinga.

Tengdar fréttir