20. mars, 2024
Allar fréttir

Árshátíð Hvanneyrardeildar var haldinn við mikinn fögnuð áhorfenda þriðjudaginn 19. mars. Nemendur sýndu Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren. Allir nemendur skólans tóku þátt en mikill undirbúningur er búinn að vera undanfarnar vikur.

Skólinn breyttist í leikhús en nemendur tóku virkan þátt í að setja upp leiksvið, leiktjöld og hanna  sviðsmynd. Foreldrar komu að búningagerð, aðstoðaði tónlistarskóli Borgarfjarðar við tónlistina og  kennarar gengu í hlutverk leik- og kórstjóra. Eftir mikla vinnu var dásamlegt að sjá afraksturinn en nemendur fóru með stórleik og fengu mikið lof fyrir. 

Tengdar fréttir