23. apríl, 2025
Allar fréttir

2.apríl var árshátíð Kleppjárnsreykjadeildar haldin í Logalandi. Allir bekkir höfðu undirbúið atriði sem voru hvert öðru glæsilegra og margir sigrar unnir þegar nemendur komu fram eða sinntu undirbúningi.

Yngsta stig var með fjölbreytt atriði þar sem leiknir voru brandarar auk þess sem þau sungu og dönsuðu. Í lokin fluttu þau svo saman lagið Skólarapp. Miðstig bauð upp á þrjú atriði þar sem 5. bekkur var með stórkostlega sirkussýningu, 6. bekkur flutti frumsamda leikritið um Símarós og að lokum var 7. bekkur með leikþátt með skólagríni. Einnig sýndu þau magnaða takta þar sem sýnt var samhæft sund á sviði. Eftir hlé var unglingastigið með sína sýningu en síðustu ár hafa þau sett upp eitt stórt verk saman. Í ár var komið að söngleiknum Mamma mia sem hafði verið aðlagaður að fjölda leikara og tímarammanum sem hópurinn hafði. Allir nemendur á unglingastiginu komu að undirbúningi á einhvern hátt en mikil vinna var lögð í tæknimál og sviðsmynd.

Árshátíðin var mjög vel sótt en Logaland var þétt setið af fjölskyldum nemenda sem skemmtu sér virklega vel. 

Tengdar fréttir